HUNDFÚLT AÐ FÁ EKKI STIG ÚR ÞESSUM LEIK
Grindvíkingar heimsóttu Skagamenn fyrir viku síðan og töpuðu 1-0 en Grindvíkingar hafa ekki enn haft stig af Skagamönnum á Skipaskaga. „Við erum hundfúlir að fá ekkert út úr þessum leik. Fáum á okkur ódýrt mark á u.þ.b. 25 mín. en fram að þeim tíma hafði verið lítið að gerast í leiknum. Þeir missa mann útaf í seinni hálfleik fyrir að gefa Hjálmari Hallgrímssyni olnbogaskot í magann. og bökkuðu vel eftir það og áttum við í erfiðleikum að finna glufur þrátt fyrir að vera nær allan tíman á þeirra vallarhelmingi. Við fengum þó nokkur góð færi en inn vildi boltinn ekki. Við erum ekki hressir með dómgæslu Braga Bergmann en Bragi hefur æði oft gert okkur lífið leitt með vafasömum dómum í gegnum tíðina og spjaldagleði hans í okkar garð með ólíkindum“ sagði Helgi Bogason aðstoðarþjálfari Grindvíkinga.