Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hugguleg troðsla hjá Baptist
Föstudagur 18. janúar 2013 kl. 15:00

Hugguleg troðsla hjá Baptist

Háloftafuglinn Billy Baptist sýndi glæsileg tilþrif í gær þegar Keflvíkingar unnu Stjörnuna á heimavelli sínum í Dominos-deild karla í körfubolta 107-103. Baptist tróð knettinum með sérstaklega miklum látum undir lok leiks þegar boltinn barst fram völinn til hans og skoppaði af parketinu. Baptist tók boltann á lofti og hamraði honum í körfuna, en Marvin Valdimarsson leikmaður Stjörnunnar braut á honum í leiðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmyndari Víkurfrétta Páll Orri Pálsson náði þessu skemmtilegu myndum af herlegheitunum.