HS orka og HS veita styrkja knattspyrnudeild UMFN
Knattspyrnudeild UMFN endurnýjaði styrktarsamning í gær við HS orku og HS veitu. Það voru Júlíus Jónsson, forstjóri fyrirtækjanna beggja, og Leifur Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildarinnar, sem undirrituðu samninginn.
Hitaveita Suðurnesja hefur um árabil verið í hópi þeirra styrktaraðila sem hafa styrkt deildina en nú hafa fyrirtækin tvö tekið við því.
Mynd: umfn.is - Júlíus Jónsson og Leifur Gunnlaugsson handsala samninginn.