Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hrollur í Njarðvíkingum
Selena Lott var með 27 stig í gær en margar í liði Njarðvíkur náðu sér ekki á strik. Mynd úr safni VF
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 14. febrúar 2024 kl. 08:56

Hrollur í Njarðvíkingum

Njarðvík hélt til Garðabæjar í gær og mætti Stjörnunni í Subway-deild kvenna í körfuknattleik. Hitaveituleysi síðustu daga virðist hafa staðið eitthvað í Njarðvíkingum sem voru ískaldar og þurftu að láta í minni pokann fyrir Garðbæingum.

Stjarnan - Njarðvík 77:73

Njarðvík byrjaði leikinn ágætlega, skoraði 28 stig í fyrsta leikhluta og leiddi með fimm stigum (23:28).

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í öðrum leikhluta hrundi leikur Njarðvíkinga sem gerðu einungis tíu stig á meðan Stjörnukonur tvöfölduðu sinn stigafjölda og fóru inn í hálfleikinn með átta stiga forskot (46:38).

Seinni hálfleikur var jafnari en þótt Njarðvíkingar hafi unnið þriðja og fjórða leihluta náðu þær ekki að vinna upp muninn og fjögurra stiga tap því niðurstaðan (77:73).

Selena Lott bar af hjá Njarðvíkingum með 27 stig, sex fráköst og fimm stoðsendingar. Þá var Emelie Hesseldal með sautján stig, fjórtán fráköst og fimm stoðsendingar og Ena Viso með sextán stig, ellefu fráköst og fjórar stoðsendingar.

Krista Gló Magnúsdóttir var með átta stig og Lára Ösp Ásgeirsdóttir fimm en aðrir Njarðvíkingar léku langt undir getu. Má þar nefna Jönu Falsdóttur sem hefur verið funheit í vetur en hún var ísköld og án stiga í gær.

Njarðvík er í öðru sæti A-deildar með 28 stig, tveimur stigum á eftir Keflavík sem á leik til góða gegn Haukum á útivelli í kvöld.