Hrista Grindvíkingar af sér falldrauginn í kvöld?
Grindvíkingar heimsækja Fylki í kvöld en leikur liðanna hefst kl. 17:15. Grindavík er í áttunda sæti með 20 stig en Fylkir einu sæti neðar og í þriðja neðsta sæti með 18 stig. Þrjú neðstu liðin falla þannig að leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði liðin í baráttu neðstu liðanna fyrir öruggu sæti í deildinni.
Keflvíkingum hefur gengið fremur illa í deildinni og hafa ekki ennþá sigrað á nýja vellinum í Keflavík. Stóra spurningin er hvort þeim takist það í kvöld þegar þeir taka á móti Valsmönnum. Sá leikur hefst einnig kl. 17:15.
Keflavík situr í 8. sæti deildarinnar með 24 stig þegar þrjár umferðir eru eftir. Valsmenn eru tveimur sætum ofar með 28 stig.