Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hressir fótboltastrákar: „Landsliðið var með of lítið sjálfstraust!“
Föstudagur 15. október 2004 kl. 16:58

Hressir fótboltastrákar: „Landsliðið var með of lítið sjálfstraust!“

Verkfall grunnskólakennara hefur nú staðið í nær 4 vikur og finnst flestum nóg um.

Grunnskólabörnin sjálf geta þó enn séð jákvæðu hliðarnar á málinu og dundað sér við eitt og annað skemmtilegra en skræðurnar.

Ljósmyndari Víkurfrétta hitti á þessa hressu stráka á fótboltavellinum við Holtaskóla og þeir voru meira en lítið til að stilla sér upp fyrir mynd.

„Það er ágætt að vera í verkfalli , en við vonum að það verði ekki mikið lengra,“ sögðu þeir Veigar, Aron Elvar, Ever og Aron Ingi.

Kapparnir eru allir að æfa fótbolta með Keflavík en eru ekki alveg eins sammála með uppáhaldslið í enska boltanum. Einn hélt með meisturum Arsenal, einn með Manchester og tveir með Chelsea.

Þeir höfðu líka áhyggjur af gengi landsliðsins, en voru ekki alveg tilbúnir til að kenna landsliðsþjálfurunum um allt. „Leikmennirnir voru bara með svo lítið sjálfstraust.“
VF-mynd/Þorgils Jónsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024