Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hrepptu annað sætið í Korus-danskeppninni
Mánudagur 17. maí 2010 kl. 08:37

Hrepptu annað sætið í Korus-danskeppninni

Aníta Ósk Georgsdóttir, Hafdís Lind Magnúsdóttir og Hera Ketilsdóttir frá BRYN ballett unnu 2. sætið í 13-15 ára hópakeppni í Reykjavík í Korus danskeppninni, sem var haldin í Loftkastalanum á Alþjóðlega dansdeginum nú nýverið.


Félag íslenskra listdansara fagnaði degi dansins í ár með nýjum og spennandi dansviðburði. Vinsældir danskeppna með ýmsu sniði fara sífellt vaxandi og er hugmyndin að KORUS liður í því að auka við skemmtilegra flóru danskeppna hérlendis. Um að ræða hópdanskeppni með frjálsri aðferð þar sem meðlimir hópsins spreyt sig með FRUMSAMINN dans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þetta er nýr og spennandi vettvangur fyrir upprennandi dansara en keppt var í tveimur aldursflokkum, 13-15 ára og 16-20+ og voru fjórir hópar sem kepptu frá BRYN, allir stóðu sig frábærlega!


50 keppendur voru skráðir til leiks frá hinum ýmsu listdansskólum sem starfræktir eru innan Félags íslenskra listdansara. Lögð var áhersla á frumsköpun í dansi óháða dansstíl þar sem hugmyndaauðgi og dansgleði er í fyrirrúmi.