Hreint ótrúlegir yfirburðir Holtaskóla
Sigruðu í Skólahreysti í fimmta sinn - Vogaskóli í þriðja
Holtaskóli fagnaði sigri í Skólahreysti annað árið í röð og í fimmta skipti á síðustu sex árum, í lokakeppninni sem fram fór í Laugardalshöll í kvöld. Stóru-Vogaskóli, sem náði inn sem efsta liðið í öðru sæti í riðlakeppni, nældi í þriðja sætið. Sannarlega ríkuleg uppskera hjá Suðurnesjaskólunum sem hafa haft algjöra yfirburði í þessar keppni undanfarin ár.
Holtaskóli fékk 63,5 stig í keppninni og 250 þúsund krónur í verðlaunafé frá Landsbankanum. Í viðtölum eftir keppni sögðu Holtskælingar að þeir æfðu einfaldlega meira en aðrir skólar, því væri uppskeran eftir því. Þessi árangur fer þó að verða rannsóknarefni enda ótrúlegir yfirburðir.