Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Hreint ótrúlegir yfirburðir Holtaskóla
    Í liðinu eru þau Katla Björk Ketilsdóttir, Sunna Líf Zan Bergþórsdóttir, Halldór Berg Halldórsson, Stefán Pétursson, Elsa Albertsdóttir og Gunnólfur Guðlaugsson. Þjálfarar liðsins eru þeir Bergþór Magnússon og Einar Einarsson íþróttakennarar.
  • Hreint ótrúlegir yfirburðir Holtaskóla
    Stóru-Vogaskóli var að taka þátt í sínum fyrstu úrslitum.
Miðvikudagur 20. apríl 2016 kl. 21:53

Hreint ótrúlegir yfirburðir Holtaskóla

Sigruðu í Skólahreysti í fimmta sinn - Vogaskóli í þriðja

Holtaskóli fagnaði sigri í Skólahreysti annað árið í röð og í fimmta skipti á síðustu sex árum, í lokakeppninni sem fram fór í Laugardalshöll í kvöld. Stóru-Vogaskóli, sem náði inn sem efsta liðið í öðru sæti í riðlakeppni, nældi í þriðja sætið. Sannarlega ríkuleg uppskera hjá Suðurnesjaskólunum sem hafa haft algjöra yfirburði í þessar keppni undanfarin ár.

Holta­skóli fékk 63,5 stig í keppn­inni og 250 þúsund krón­ur í verðlauna­fé frá Lands­bank­an­um. Í viðtölum eftir keppni sögðu Holtskælingar að þeir æfðu einfaldlega meira en aðrir skólar, því væri uppskeran eftir því. Þessi árangur fer þó að verða rannsóknarefni enda ótrúlegir yfirburðir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024