Hreinn úrslitaleikur í kvöld
Síðasta umferðin í Iceland Express deild karla í körfuknattleik fer fram í kvöld og lýkur deildarkeppninni á stórleik Keflavíkur og Njarðvíkur sem jafnframt er hreinn úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn. Það lið sem sigrar í kvöld tryggir sér heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni, því er mikið í húfi í nágrannaslagnum í kvöld og ætti engin körfuknattleiksunnandi að missa af þessu. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Sláturhúsinu.
Það verður einnig hart barist í Grindavík í kvöld þegar KR kemur í heimsókn. Grindavík er í 5. sæti deildarinnar með 26 stig eins og Snæfell en til þess að vera öruggir í 5. sætinu þarf Grindavík að sigra KR í kvöld svo örlög þeirra séu ekki í höndum Snæfellinga eða Þórsara sem mæstast í Stykkishólmi.
Aðrir leikir kvöldsins:
Fjölnir – Skallagrímur
Höttur – Haukar
ÍR – Hamar/Selfoss
Það verður einnig hart barist í Grindavík í kvöld þegar KR kemur í heimsókn. Grindavík er í 5. sæti deildarinnar með 26 stig eins og Snæfell en til þess að vera öruggir í 5. sætinu þarf Grindavík að sigra KR í kvöld svo örlög þeirra séu ekki í höndum Snæfellinga eða Þórsara sem mæstast í Stykkishólmi.
Aðrir leikir kvöldsins:
Fjölnir – Skallagrímur
Höttur – Haukar
ÍR – Hamar/Selfoss