Hrefna og Valtýr sigra á Glitnismótinu
Í dag, 6. apríl fór fram púttmót, sem var styrkt af GLITNI. Alls mættu 40 eldri borgarar til leiks og urður sigurvegarar sem hér segir:
Konur:
1. sæti Hrefna Ólafsdóttir með 66 högg
2. sæti María Einarsdóttir með 66 högg
3. sæti Ása Lúðvíksdóttir með 67 högg
Hrefna vann Maríu í bráðabana.
Flest bingó höfðu þær Áslaug Ólafsdóttir og Hrefna Ólafsdóttir þær voru báðar með 9 bingó, en Áslaug vann í bráðabana.
Karlar:
3 voru jafnir með 65 högg og eftir bráðabana, urðu úrslit sem hér segir.
1. Sæti: Valtýr Sæmundsson á 65 höggum
2. Sæti: Hákon Þorvaldsson á 65 höggum
3. Sæti: Gústaf Ólafsson á 65 höggum
Flest bingó höfðu þeir Ingi Gunnarsson og Jóhann Alexandersson, eða 11 bingó. Jóhann vann í bráðabana.
Soffía, fulltrúi GLITNIS, hélt tölu og afhenti verðlaun. Næsta mót er þann 18. apríl, á þriðjudegi, og hefst að vanda kl 13.
Að loknu móti fór svo fram 20. aðalfundur PS.