Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hrefna og Jónas leikmenn ársins
Mánudagur 26. september 2005 kl. 14:35

Hrefna og Jónas leikmenn ársins

Hrefna Magnea Guðmundsdóttir og Jónas Guðni Sævarsson voru útnefnd leikmenn ársins í knattspyrnu hjá Keflavík á lokahófi knattspyrnudeildarinnar um helgina.

Fór hófið fram í Stapanum í Reykjanesbæ og var hið glæsilegasta í alla staði.

„Ég er mjög sáttur við þessi verðlaun og tel mig hafa unnið fyrir þeim með góðu sumri. Viðurkenning af þessu tagi ýtir meir á það að gera betur næst og jafnvel að þetta geti orðið til þess að maður fái sjéns erlendis,“ sagði Jónas Guðni í samtali við Víkurfréttir í dag en að lokum vildi hann koma á framfæri þakklæti til þeirra sem kusu sig besta leikmann Keflavíkurliðsins í sumar.

„Það er mikil vinna sem liggur að baki þessum verðlaunum. Sumarið var mjög skemmtilegt og gaman að komast upp í úrvalsdeild og standa sig svona vel, að ná að halda sér í deildinni,“ sagði Hrefna í samtaldi við Víkurfréttir í dag. „Það er óljóst hvort ég haldi áfram í knattspyrnu en ef svo fer þá verð ég líkast til áfram hjá Keflavík. Einnig vil ég koma á framfæri þökkum til Ásdísar og Dodda þjálfaranna og stelpnanna í liðinu,“ sagði Hrefna að lokum.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024