Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 6. mars 2001 kl. 06:35

Hreðjatak

Forysta Njarðvíkinga í deildinni hangir á bláþræði eftir enn eitt tapið gegn Íslandsmeisturum KR, nú 93-103. Vesturbæingar hafa nú unnið Njarðvíkinga fjórum sinnum í röð þar af þrisvar í Ljónagryfjunni sjálfri. Þeir eru hreinlega komnir með hreðjatak á græna hernum. Sigur KR síðasta föstudag var sanngjarn í alla staði, sóknarvopnin fjölmörg og vörnin betri og viljinn meiri en hjá heimamönnum. Brenton Birmingham og Jes Hansen léku einir af tilætlaðri getu en aðrir leikmenn liðsins höfðu lítið í líkamlegan styrk KR-inga að gera. Hörð og líkamlega sterk vörn KR færði allt sóknarflæði Njarðvíkinga úr skorðum en hinum megin á vellinum virtist ómögulegt að stoppa í götin á vörninni og hvað eftir annað sáust sóknarmenn KR brjótast af stað langt utan af velli og alveg að körfunni án þess að hjálp kæmi frá öðrum varnarmönnum. Brenton Birmingham var langbestur Njarðvíkinga og besti leikmaður vallarins með 39 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar en stuðninginn vantaði frá öðrum leikmönnum. Halldór Karlsson lék einnig ágætlega og mætti að öðrum ólöstuðum leika meira, hvort heldur sem stór framherji eða bakvörður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024