Hraustlega tekið á því!
Hraustlega var tekið á því í Lífsstílsmeistaranum í Íþróttahúsinu í Keflavík um helgina, fyrstu keppninni í Þrekmótaröðinni 2009. Alls voru yfir 200 keppendur skráðir til leiks sem er langbesta þátttakan til þessa. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi þegar keppni stóð sem hæst.








