Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hrannar með þrennu
Mánudagur 14. janúar 2013 kl. 13:00

Hrannar með þrennu

Körfuknattleiksþjálfarinn Hrannar Hólm gerði lið sitt SISU í Danska kvennakörfuboltanum að bikarmeisturum þriðja árið í röð en hann tók við þjálfun liðsins árið 2010.

Hrannar sem er Keflvíkingur í húð og hár hefur verið afar sigursæll í danska boltanum en að öllum líkindum er þetta síðasta tímabil hans með liðið hefur verið ráðinn íþróttastjóri hjá danska körfuboltasambandinu. Með þeirri ráðningu Hrannars mun starfið breytast og stór hluti þess snúast um að finna og efla efnilegustu körfuboltamenn og konur Danmerkur. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024