Hrannar Hólm danskur meistari og þjálfari ársins
- fjórða árið í röð.
Hrannar Hólm varð í gær danskur meistari fjórða árið í röð með lið sitt SISU í danska kvennakörfuboltanum. Einnig varð hann valinn þjálfari ársins fjórða árið í röð. Hrannar tók upphaflega við liðinu þegar dóttir hans, Helena, spilaði með því og þjálfarinn hætti. Upp frá því fór liðið að blómstra.
SISU lék til úrslita gegn Stevnsgade þar sem þriðja og síðasta leiknum lauk með 71-56 sigri SISU. Liðið hefur verið ósnertanlegt í Danmörku síðustu ár og m.a. tekið þátt í Evrópukeppnum.
Forsíðumynd: Karfan.is.
Neðri mynd er af Facebooksíðu Helenu.