Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hraðlestin og unglingarnir mætast í kvöld
Falur Harðarson setur sennilega niður eina þriggjastiga eða svo í kvöld.
Mánudagur 3. desember 2012 kl. 11:27

Hraðlestin og unglingarnir mætast í kvöld

Í kvöld fer fram sannkallaður stórleikur í körfuboltanum en þá mætast grannarnir Njarðvík og Keflavík-b í íþróttahúsinu við Sunnubraut.

Leikurinn er liður í 32 liða úrslitum Poweradebikarkeppninnar en þarna munu mætast fyrrum meðlimir Keflavíkurhraðlestarinnar svokölluðu og ungir leikmenn Njarðvíkinga sem leika í Dominos-deildinni. Meðal reynslubolta sem stíga á parketið í kvöld eru Guðjón Skúlason, Falur Harðarson, Albert Óskarsson, Gunnar Einarsson og Sverri Þór Sverrisson ásamt fleiri snillingum. Búast má við hörkuleik þar sem ekkert verður gefið eftir eins og venja er þegar grannarnir mætast.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér að neðan má sjá skemmtilegt myndband sem Keflvíkingurinn Garðar Arnarson setti saman í tilefni leiksins. Allir á völlinn!

Keflavík B vs UMFN 2012 leikurinn er kl 18:30 from Gardar arnarson on Vimeo.