Hraði og spenna í Grindavík
Grindvíkingar tóku á móti KFÍ í Iceland Express deild karla í gærkvöldi. Áhorfendum var boðið upp á skemmtilegan leik með hraða og spennu allan tímann.
KFÍ hafði yfirhöndina eftir fyrsta leikhluta, 21-23. Aðeins einu stigi munaði í hálffleik en þá var staðan 55-54 fyrir KFÍ. Í seinni hálfleik náði Grindavík undirtökunum og skoruði 21 stig gegn 17 í þriðja leikhlutanum. KFÍ var þó aldrei langt undan og hélt sér vel inn í leiknum. Grindvíkingar héldu undirtökunum í síðasta leikhlutanum og sigruðu að lokum með 9 stiga mun, 87-96.
Bestu leikmenn Grindavíkur voru Andre Smith sem skoraði 28 stig og Ryan Pettinella sem skoraði 17 stig og hirti 21 frákast. Ryan þessi lofar greinilega góðu fyrir Grindavík en hann kom til landsins síðasta miðvikudag. Hann hefur leikið á Ítalíu og Spáni.
Mynd úr safni.