Höttur – Keflavík frestað
Leik Hattar og Keflavíkur í Iceland Express deild karla í körfuknattleik var frestað í gærkvöldi. Vatnsskemmdir voru á íþróttahúsinu á Egilsstöðum en mikil rigning hefur verið á austurlandi síðustu daga. Leka tók í gegnum þak íþróttahússins og á íþróttavöllinn. Halldór Geir Jensson, dómari, mat aðstæður fyrir leik og komst að því að völlurinn væri óleikhæfur.
Ný dagssetning leiksins verður ákveðin síðar.
Heimild: www.kki.is