Hörkuleikir í Reykjanesmótinu í gær
Tveir leikir voru í Reykjanesmótinu í körfubolta í gærkvöldi en leikirnir fóru fram í Grindavík. Haukar mættu Njarðvíkingum og sigruðu Haukar með fimm stiga mun í nokkuð jöfnum leik, 80:75. Grindvíkingar tóku á móti Keflvíkingum og var um hörkuleik að ræða. Mikill hraði var í leiknum og mikið um 3ja stiga skot. Staðan í hálfleik var 48:42 Keflavík í vil, en Keflavík sigraði 91:78. Næstu leikir í Reykjanesmótinu eru í Smáranum nk. föstudag þar sem Keflavík mætir Haukum klukkan 19 og Njarðvík leikur við Breiðablik klukkan 21. Mánudaginn 29. september verður spilað í Keflavík en klukkan 19 mætir Grindavík Breiðablik og klukkan 21 verður nágrannaslagur milli Keflavíkur og Njarðvíkur.