Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Hörkuleikir í KB-bankamótinu
Þriðjudagur 23. mars 2004 kl. 19:30

Hörkuleikir í KB-bankamótinu

KB Bankamót Keflavíkur í 6. flokki (9 og 10 ára drengir) fór fram s.l. laugardag í Reykjaneshöllinni. Lið frá Keflavík, Njarðvík, Fjölni, ÍA og Þrótti R. tóku þátt í þessu móti og var fjöldi keppenda um 220.

Keppt var í fjórum deildum og voru sigurvegarar deildanna sem hér segir:
Argentínska deildin:  Keflavík
Brasilíska deildin:  Keflavík
Chile deildin:  ÍA
Danska deildin:  Þróttur

Það má með sanni segja að krakkarnir hafi verið á skotskónum á mótinu því þar voru skoruð 215 mörk í 60 leikjum sem gerir að meðaltali 3,58 mörk í leik!
Mótshaldið gekk mjög vel fyrir sig og fóru krakkarnir ánægð og þreytt heim eftir vasklega framgöngu dagsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024