Hörkukeppni á Hólmsvelli í Leiru
Heiðar Davíð Bragason hefur verið að bæta í eftir því sem liðið hefur á hringinn og er á einu höggi undir pari eftir 13 holur og samtals á 4 höggum undir pari. Hann er með fjögurra högga forskot á Ólaf Má Sigurðsson, sem hefur verið að gefa eftir og er á einu yfir í dag eftir 13 holur og samtals á pari. Það má segja að sviptingar hafi verið hjá þeim á hringum í dag, því á tímabili var Ólafur kominn með eins höggs forystu. Sigurpáll Geir Sveinsson er á einu höggi yfir pari í dag og á einu höggi yfir pari samtals. Birgir Leifur Hafþórsson hefur lokið við 15 holur og er á einu höggi undir í dag og 2 höggum yfir pari samtals.
Björgvin Sigurbergsson er á samtals 3 yfir pari eftir 14 holur. Örn Ævar Hjartarson hefur leikið vel í dag og er á einu undir eftir 14 holur og er samtals á 5 höggum yfir pari eins og Örlygur Helgi Grímsson. Ingi Rúnar Gíslason er á 2 yfir pari eftir 14 holur í dag og samtals á 6 höggum yfir pari eins og Hjalti Pálmason, sem hefur leikið 14 holur í dag á 6 höggum yfir pari.
Björgvin Sigurbergsson er á samtals 3 yfir pari eftir 14 holur. Örn Ævar Hjartarson hefur leikið vel í dag og er á einu undir eftir 14 holur og er samtals á 5 höggum yfir pari eins og Örlygur Helgi Grímsson. Ingi Rúnar Gíslason er á 2 yfir pari eftir 14 holur í dag og samtals á 6 höggum yfir pari eins og Hjalti Pálmason, sem hefur leikið 14 holur í dag á 6 höggum yfir pari.