Hörður yfirgefur Bítlabæinn

Hörður Axel Vilhjálsmsson sem undanfarin ár hefur leikið með karlaliði Keflavíkur í körfubolta hefur samið við þýska liðið Mitteldeutcher BC um að leika með liðinu næsta vetur en liðið leikur í næst efstu deild í Þýskalandi. Frá þessu er greint á heimasíðu liðsins.
Þetta verður töluverð blóðtaka fyrir Keflvíkinga en hugsanlega mun leikstjórnandinn Valur Orri Valsson fylla að einhverju leiti í skarð Harðar, auk þess sem Arnar Freyr Jónsson er óðum að komast á skrið aftur eftir meiðsli.
Auk Harðar hafa Sigurður Þorsteinsson og Þröstur Leó Jóhannsson yfirgefið herbúðir Keflvíkinga.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				