Atnorth
Atnorth

Íþróttir

Hörður Sveinsson í Sandgerði
Mynd: Reynir Sandgerði
Þriðjudagur 24. júlí 2018 kl. 10:40

Hörður Sveinsson í Sandgerði

Hörður Sveinsson hefur samið við Reyni Sandgerði og mun leika með knattspyrnuliðinu það sem eftir er af sumri. Reynir hefur unnið alla níu leiki sína í sumar í B-riðli 4. deildarinnar.

Hörður er sóknarmaður en hann kemur í Sangerði frá Keflavík en þjálfari Reynis er fyrrum liðsfélagi Harðar, Haraldur Guðmundsson.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Hörður er 35 ára gamall en hann hefur verið að glíma við meiðsli en í fyrra lék hann aðeins fjóra leiki með Keflavík í Inkasso-deildinni. Hann hefur skorað 84 mörk í 261 meistaraflokksleik og hann hefur einnig leikið með Silkeborg í Danmörku og Tromsö í Noregi.