Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hörður Sveinsson í Sandgerði
Mynd: Reynir Sandgerði
Þriðjudagur 24. júlí 2018 kl. 10:40

Hörður Sveinsson í Sandgerði

Hörður Sveinsson hefur samið við Reyni Sandgerði og mun leika með knattspyrnuliðinu það sem eftir er af sumri. Reynir hefur unnið alla níu leiki sína í sumar í B-riðli 4. deildarinnar.

Hörður er sóknarmaður en hann kemur í Sangerði frá Keflavík en þjálfari Reynis er fyrrum liðsfélagi Harðar, Haraldur Guðmundsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hörður er 35 ára gamall en hann hefur verið að glíma við meiðsli en í fyrra lék hann aðeins fjóra leiki með Keflavík í Inkasso-deildinni. Hann hefur skorað 84 mörk í 261 meistaraflokksleik og hann hefur einnig leikið með Silkeborg í Danmörku og Tromsö í Noregi.