Mánudagur 16. október 2006 kl. 14:08
Hörður skorar í stórtapi
Keflvíkingurinn Hörður Sveinsson gerði eina mark Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni þegar lið hans steinlá 5-1 gegn Nordsjælland á sunnudag.
Silkeborg er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins 7 stig eftir 11 leiki. Félagi Harðar frá Keflavík, Hólmar Örn Rúnarsson lék einnig í leiknum.