Hörður frá næstu vikurnar
Hörður Sveinsson, framherji knattspyrnuliðs Keflavíkur, verður frá keppni í nokkurn tíma, en hann er með brákað bein í fæti eftir leikinn gegn ÍBV á dögunum. Þetta kemur fram á vef Keflavíkur í dag
Hann verður alla vegana frá keppni næstu vikurnar en ekki er enn ljóst hve alvarleg meiðslin eru fyrr en hann hefur farið í frekari rannsóknir í dag.
Keflvíkingar hafa verið ansi óheppnir með meiðsli í sumar, en fá þó liðsstyrk á næstu dögum þar sem Guðmundur Steinarsson kemur til liðs við sína gömlu félaga.
Vefsíða Keflavíkur
VF-mynd úr safni - Hörður fagnar einu marka sinna í sumar