Hörður farinn til Silkeborg
Knattspyrnumaðurinn Hörður Sveinsson gekk í dag frá samningi við danska úrvalsdeildarliðið Silkeborg, en hann fer fyrst til liðsins á lánssamningi. Eftir leiktíðina hefur Silkeborg forkaupsrétt á Herði, sem skrifaði upp á 3ja ára samning við sitt uppeldisfélag fyrir skemmstu.
Hörður sagði í samtali við Víkurfréttir í kvöld að hann væri afar ánægður með vistaskiptin og hlakkaði til að reyna sig með liðinu.
Hörður sagði í samtali við Víkurfréttir í kvöld að hann væri afar ánægður með vistaskiptin og hlakkaði til að reyna sig með liðinu.