Hörður fær ekki samning
Knattspyrnumaðurinn Hörður Sveinsson, leikmaður Keflavíkur, fær ekki samning frá hollenska liðinu Waalwijk en hann hefur að undanförnu sótt æfingar hjá liðinu. www.fotbolti.net greinir frá þessu.
Waalwijk mun ekki bjóða Herði samning en ástæðu þess má rekja til þess að liðið hefur tvo leikmenn á láni frá Feyenoord sem framlengdu lánssamninga sína við liðið nokkuð óvænt.
Hörður lék einn hálfleik með aðalliði Waalwijk um daginn og lagði þar upp eina mark liðsins. Hann lék einnig með varaliðinu.