Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hörður deildarmeistari í Þýskalandi
Þriðjudagur 20. mars 2012 kl. 12:38

Hörður deildarmeistari í Þýskalandi



Körfuknattleiksmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson og liðsfélagar hans í MBC tryggðu sér um helgina deildarmeistaratitilinn í þýsku Pro A deildinni en það er næstefsta deildin þar í landi.

MBC sigraði BG Karlsruhe 82-68 en Hörður skoraði 4 stig og tók 3 fráköst í leiknum. MBC er nú efst í deildinni með 40 stig og er átta stigum á undan næsta liði þegar þrjár umferðir eru eftir. MBC mun því leika í úrslitakeppninni en þar munu tvö lið berjast um sæti í þýsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Hér má svo sjá ítarlegt viðtal við Hörð sem birtist í Víkurfréttum fyrir skömmu.

Mynd: Hörður í leik með Keflvíkingum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024