Hörður Axel Vilhjálmsson Íþróttamaður Keflavíkur 2009
Hörður Axel Vilhjálmsson, körfuknattleiksmaður, er Íþróttamaður Keflavíkur 2009 en valið var kunngjört við formlega athöfn í gærkvöldi. Hann var jafnframt kosinn Körfuknattleiksmaður Keflavíkur 2009.
Í umsögn um Hörð segir eftirfarandi:
Byrjunarliðsmaður í sterku liði Keflavíkur sem slegið var út af Íslandsmeisturum KR í fjögurra liða úrslitum tímabilsins 2008-2009.
Gríðarleg fyrirmynd íþróttamanna í líkamlegu atgervi, leggur mikið á
sig við æfingar, er með gríðarlegan sprengikraft og hraða, er ósérhlífinn og mikill liðsmaður.
Hefur sýnt mikinn vilja í að ná langt og á að baki leiki sem atvinnumaður þrátt fyrir ungan aldur.
Á að baki 16 A landsliðsleiki fyrir Íslandshönd á árunum 2007-9 og mun eflaust vera framtíðar landsliðsmaður Íslands.
----
Mynd/keflavik.is – Hörður Axel ásamt Einari Haraldssyni, formanni Keflavíkur, við afhendinguna í gær.