Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hörður Axel til Ítalíu strax eftir tapið gegn KR
Miðvikudagur 12. apríl 2017 kl. 10:50

Hörður Axel til Ítalíu strax eftir tapið gegn KR

Hörður Axel Vilhjálmsson leikmaður Keflvíkinga mun klára tímabilið með ítalska liðinu Bondi Ferrera sem leikur í næst efstu deild á Ítalíu. Umboðsmaður Harðar hafði samband strax að loknum leik Keflavíkur og KR þar sem Keflvíkingar féllu úr leik í gær. „Hann hringdi seint í gærkvöldi eftir leik og sagði mér að þetta væri í boði að fara til Ítalíu til liðs Bondi Ferrara og klára með þeim tímabilið. Þetta eru tveir leikir með þeim og svo bara búið. Við ákváðum að stökkva á þetta þannig að ég er hérna uppfrá uppí flugstöð bara á leiðinni út." sagði Hörður í samtali við Karfan.is sem greinir frá.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024