Hörður Axel til Grikklands
Það er skammt stórra högga á milli hjá keflvíska körfboltakappanum Herði Axel Vilhjálmssyni en hann var í eldlínunni með sínu liði í 8 liða úrslitum Domino’s deildarinnar síðustu vikur. Hann hefur nú samið við gríska liðið Kymis og mun leika með því út leiktíðina.
Hörður hefur áður leikið í grísku úrvalsdeildinni en þá lék hann með liði Trikala eitt keppnistímabil. Á ferlinum hefur Hörður leikið með liðum á Spáni, Tékklandi, Belgíu og Azerbajdan.
Keflvíkingar fengu Hörð úr atvinnumennsku fyrr í vetur og vonast til að halda starfskröftum hans þegar ný leiktíð hefst með nýjum þjálfara en Friðrik Ingi Rúnarsson sagði eftir lokaleikinn gegn Haukum að hann væri hættur þjálfun.