Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Hörður Axel tekur út leikbann í fyrsta leik úrslitakeppninnar
Davíð Tómas Tómasson vísar Herði Axel út úr húsi eftir leik Keflavíkur og Njarðvíkur í síðustu umferð Subway-deildarinnar. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 3. apríl 2023 kl. 19:17

Hörður Axel tekur út leikbann í fyrsta leik úrslitakeppninnar

Fyrirliði og leikstjórnandi körfuknattleiksliðs Keflavíkur, Hörður Axel Vilhjálmsson, hefur verið úrskurðaður í bann þegar Keflavík mætir Tindastóli í fyrstu umferð úrslitakeppni Subway-deildar karla eftir að hafa verið rekinn úr húsi eftir leik Keflavíkur og Njarðvíkur í lokaumferð deildarkeppninnar. Gríðarleg blóðtaka fyrir Keflvíkinga sem höfðu verið án Harðar í síðustu leikjum vegna meiðsla.

Það varð uppi fótur og fit í loka leiks Keflavíkur og Njarðvíkur þar sem allt var í járnum og staðan jöfn (79:79) þegar örfáar sekúndur voru til leiksloka. Keflavík tapar boltanum og Njarðvík fer í sóknina. Þar er Dedrick Basille með boltann, hann fer fram hjá Herði Axel sem virðist brjóta á honum en ekkert er dæmt. Basile sendir á Nacho Martin sem setur niður þrist og tryggir sigurinn.

Eftir leik er Hörður Axel að eiga orðaskipti við Jakob Árna Ísleifsson, einn dómaranna, þegar annar dómari, Davíð Tómas Tómasson, kemur aðvífandi og vísar Herði Axel beint út úr húsi. Hér á eftir má sjá samskipti dómaranna og Harðar að leik loknum:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Hér er Hörður Axel að tala við Jakob dómara og augljóslega ekki sáttur. Jakob virðist vera að ganga í burtu án þess að ætla að aðvara Hörð. Lengst í burtu af dómurunum þremur má sjá Davíð koma askvaðandi en eins og hávaðinn var í Blue-höllinni á þessu augnabliki er nokkuð ljóst að hann hefur ekki getað heyrt hvað fór þeirra Harðar og Jakobs á milli.
Tveir hnefar á loft, Herði Axel vísað úr húsi og fer sjálfkrafa í leikbann.
Það er varla hægt að lesa út hvor sé meira hissa, Hörður eða Jón Þór Eyþórsson, þriðji dómarinn í leiknum.

Hér að neðan má sjá og heyra umfjöllun um atvikið í Körfuboltakvöldi Stöðvar tvö.