Hörður Axel mun bara ræða við Keflavík
Orðinn leiður á flakkinu
Leikstjórnandinn Hörður Axel Vilhjálmsson gæti mögulega leikið á Íslandi á næsta tímabili, en hann hefur verið atvinnumaður síðustu fimm árin. Í viðtali við Morgunblaðið segir Hörður að hann muni ekki ræða við nein íslensk félög nema Keflavík. Hann segist eiga óuppgerða hluti með félaginu og nefnir að þar hafi honum liðið mjög vel. „Það þyrfti eitthvað rosalega stórt að gerast til þess að spilaði ekki í Keflavíkurtreyjunni ef ég spila heima. Þá væri það bara Fjölnir,“ segir Hörður í viðtalinu en hann er uppalinn Fjölnismaður en lék í þrjú tímabil með Keflvíkingum áður en hann hélt í atvinnumennskuna.