Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hörður Axel leikur með Keflavík í vetur
Þriðjudagur 23. september 2008 kl. 21:43

Hörður Axel leikur með Keflavík í vetur

Hörður Axel Vilhjálmsson mun leika með Íslandsmeisturum Keflavíkur í Iceland Express deild karla í körfuknattleik á næsta ári. Frá þessu greinir Karfan.is. Hörður fór út í sumar til spænska liðsins Melina en forráðamenn liðsins sögðu upp samningi sínum við bakvörðurinn knáa, sem mun því leika með Keflvíkingum á næsta tímabili. Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Keflavík, en Hörður á að baki fjölda landsleikja fyrir Ísland, þrátt fyrir ungan aldur.


Hörður Axel lék með Njarðvíkingum á síðasta tímabili við góðan orðstýr, en samdi við Keflavík í sumar. Hann var hins vegar með ákvæði í sínum samningi að hann mætti reyna fyrir sér erlendis eins og kom á daginn. Nú þegar ljóst er að hann mun ekki leika erlendis, tekur samningur hans við Keflavík aftur gildi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



VF-MYND/JBÓ: Hörður Axel Vilhjálmsson mun leika með Keflavík í vetur.