Hörður Axel kominn heim
Körfuboltamaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson hefur skrifað undir hjá Keflavík og mun hann leika með liðinu i Domino´s deild karla í körfu út þetta tímabil. Hörður lék áður með BC Astana í Kasakstan en fékk sig lausan frá samningi þaðan.
Yngvi Hákonarson, formaður körfuknattleikssambands Keflavíkur, sagði í samtali við Víkurfréttir að það hafi verið stór biti að landa Herði núna.
Keflavík er sem stendur í sjötta sæti deildarinnar svo það er töluverður liðsstyrkur að fá Hörð aftur á heimaslóðir. „Hann var sjálfur búinn að segja að hans fyrsti kostur væri Keflavík og við metum það við hann að hann vilji koma og spila aftur fyrir okkur, þannig þetta var auðvelt fyrir báða aðila.“