Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hörður Axel hirti öll Keflavíkurverðlaunin - fer kannski til Bandaríkjanna
Sunnudagur 16. maí 2010 kl. 11:47

Hörður Axel hirti öll Keflavíkurverðlaunin - fer kannski til Bandaríkjanna

Hörður Axel Vilhjálmsson var maður kvöldsins á lokahófi Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur í vikunni. Hann hirti öll verðlaunin hjá körlunum. Birna Valgarðsdóttir var valin besti leikmaðurinn hjá kvenaliðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Guðjón Skúlason verður áfram þjálfari liðsins en samkvæmt heimildum VF mun Hörður Axel hafa áhuga á að skoða þann möguleika á að komast til Bandaríkjanna í skóla og körfubolta. Eins og fram hefur komið hefur Sverrir Sverrisson lagt skóna á hilluna og tekið við þjálfun kvennaliðs UMFN.

Eftirfarandi verðlaun voru veitt á lokahófi Keflavíkur:

Mestu framfarir karla: Hörður Axel Vilhjálmsson
Besti varnarmaður karla: Hörður Axel Vilhjálmsson
Besti leikmaður karla: Hörður Axel Vilhjálmsson

Mestu framfarir kvenna: Eva Rós Guðmundsdóttir
Besti varnarmaður kvenna: Bryndís Guðmundsdóttir
Besti leikmaður kvenna: Birna Valgarðsdóttir

Úrvalslið Keflavíkur 2009-2010:

Gunnar Einarsson
Sigurður Þorsteinsson
Hörður Axel Vilhjálmsson
Birna Valgarðsdóttir
Bryndís Guðmundsdóttir

Stemmning var á lokahófinu eins og fram kemur á heimasíðu Keflavíkur:

„Kynnir kvöldsins var Sævar Sævarsson, en hann reytti af sér brandarana eins og atvinnumaður á köflum. Einnig afhenti hann sín árlegu "Sjabbz Awards" við góðar undirtektir úr salnum. Þórdís Nadia var með uppistand sem fékk mikið klapp, en Arnar Pálsson mætti einnig og sagði nokkra vel valda brandara. Verðlaunaafhending tók við eftir uppistandið og má sjá niðurstöður hér fyrir neðan. Gylfi Ægisson mætti svo undir lokin og tók flott lög fyrir fólkið í salnum, en margir skelltu sér á dansgólfið með misgóðum árangri.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur þakka öllum þeim sem komið hafa nálægt deildinni í vetur. Hvort sem það er með vinnu, áhorfi, spilamennsku eða öðru. Nú tekur við sumarfrí og mætir liðið sterkt til leiks á næsta tímabili.“


Hörður Axel og Birna Valgarðsdóttir í baráttunni í vetur.