Hörður Axel hefur samið við belgískt lið
Körfuknattleiksmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson, sem samið hafði við Keflavík um að spila með liðinu í Dominos deild karla í vetur hefur gert samning við belgískt úrvalsdeildarlið að nafni Hubo Limburg United.
Að sögn visir.is kom þessi staða upp með stuttum fyrirvara og flaug Hörður til Belgíu í morgun. Samningurinn sem hann hefur gert er stuttur til að byrja með og því ekki útilokað að Hörður snúi aftur til Keflavíkur.