Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hörður áfram í herbúðum Keflvíkinga
Föstudagur 23. nóvember 2012 kl. 18:00

Hörður áfram í herbúðum Keflvíkinga

Framherjinn Hörður Sveinsson hefur skrifað undir samning við Pepsi-deildarlið Keflvíkinga sem mun tryggja veru hans hjá félaginu til loka ársins 2014. Heimasíða Keflvíkinga greinir frá en eins og kunnugt er kom Hörður aftur til liðs við Keflvíkinga í sumar eftir stutta dvöl hjá Valsmönnum. 

Hörður lék með öllum yngri flokkum Keflvíkinga og lék fyrst með meistaraflokki árið 2001. Árið 2005 gekk Hörður til liðs Silkeborg í Danmörku en kom aftur til Keflavíkur árið 2008 áður en hann hélt til Vals árið 2012.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hörður hefur leikið 124 deildarleiki fyrir Keflavík og skorað í þeim 36 mörk. Þá hefur hann leikið 14 bikarleiki og skorað eitt mark en það var einmitt í úrslitaleiknum þegar Keflavík varð bikarmeistari 2004.  Síðast en ekki síst á kappinn að baki sex Evrópuleiki og fimm mörk en Hörður skoraði fjögur mörk í sama leiknum gegn Etzella frá Lúxemborg árið 2005.