Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Hörð barátta á púttmótaröð GS
Miðvikudagur 9. febrúar 2011 kl. 14:07

Hörð barátta á púttmótaröð GS

Skorin voru ekki af verri endanum þegar fjórða púttmót Golfklúbbs Suðurnesja fór fram á mánudaginn. Davíð Jónsson var heint ótrúlegur og púttaði aðeins 52 sinnum á 36 holum. Síðasta hringinn var hann á aðeins 23 höggum sem gerir 13 einpútt eða bingó eins og það er oft kallað.

Davíð er í harðri baráttu við nafna sinn Davíð Viðarsson og Örn Ævar Hjartarson sem komst ekki á mánudaginn en völlurinn var í léttara lagi í þetta skiptið. Í forgjafarflokki 11 og hærra leiðis Gísli Eiríksson, en honum fast á eftir fylgja Snorri Jóhannesson og Sigfús Sigfússon sem spilaði á 54 höggum á mánudaginn.

Stöðuna í mótaröðinni má sjá á heimasíðu GS með því að smella hér.

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024