Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 31. mars 1999 kl. 17:42

HÓPUR AGNARS SIGRAÐI Í HÓPLEIK KEFLVÍKINGA

Hópur Agnars Sigurbjörnssonar, Leeds-ara með meiru, sigraði í hópleik Keflvíkinga í getraunum sem lauk um síðustu helgi. Heyja þurfti bráðabana í tvígang milli þriggja hópa, þ.e. hóps Agnars, Juventus-hópsnis undir stjórn Sigurðar Kristjánssonar og Gáranga Guðfinns Sigurvinssonar, fyrrverandi bæjarstjóra. Næsti hópleikur hefst nk. laugardag 3. apríl en það er eini dagurinn sem opinn verður fyrir getraunaspekinga í Keflavík. Ekki hefur verið ákveðið hvað margar leikvikur verða spilaðar en það verður auglýst í K-video þar sem öll getraunastarfsemi félagsins fer fram.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024