Hope Solo er hetjan
Sigurbjörg Sigurpálsdóttir er fótboltasnillingur vikunnar
Grindvíkingurinn Sigurbjörg Sigurpálsdóttir er markvörður hjá 5. flokki Grindavíkur. Hún er dugleg að æfa fótbolta en hún er einnig á fullu í körfuboltanum. Í sumar langar hana til þess að komast í landsliðið eða pressuliðið í Símamótinu en í framtíðinni stefnir hún enn lengra.
Aldur/félag?
11 ára Grindavík.
Hvað hefur þú æft fótbolta lengi?
Í 4 eða 5 ár.
Hvaða stöðu spilar þú?
Ég er markmaður.
Hvert er markmið þitt í fótbolta?
Í ár er að komast í pressuliðið eða landsliðið á Símamótinu. Þegar ég verð eldri langar mig að komast í meistaraflokk, unglingalandsliðin og svo A-landsliðið.
Hversu oft æfir þú á viku?
Þrisvar í viku með mínum flokki, einu sinni í viku með 4. flokki og svo einu sinni í viku á markmannsæfingu. Svo æfi ég körfubolta fjórum sinnum í viku.
Hver er þinn eftirlætis fótboltamaður/kona?
Sara Björk Gunnarsdóttir í landsliðinu og Guðrún Bentína Frímannsdóttir í Grindavík. Líka Unnur vinkona mín.
Áttu þér einhverja fyrirmynd í boltanum?
Hope Solo markmaður í bandaríska landsliðinu.
Hefurðu farið á fótboltaleik erlendis?
Nei ekki ennþá.
Hversu oft getur þú haldið á lofti?
Ekki mjög oft af því að ég er markmaður.
Hvaða erlenda félag heldur þú upp á?
Liverpool og Barcelona.