Holtaskóli sigraði Skólahreysti
Nú fyrir stundu sigraði Holtaskóli keppni grunnskólanna í Skólahreysti eftir æsispennandi baráttu við Lindarskóla úr Kópavogi en aðeins eitt stig skildi liðin af í lokin. Mikill fjöldi fólks lagði leið sína á lokakeppnina sem haldin var í Laugardalshöll og gríðarleg stemning myndaðist.
Lið Holtaskóla skipuðu þau Birkir Freyr Birkisson, Elva Dögg Sigurðardóttir, Eyþór Guðjónsson og Sólný Sif Jóhannsdóttir. Þjálfarar liðsins voru þeir Einar Guðberg Einarsson og Gunnlaugur Kárason.
VF Mynd Siggi Jóns: Mynd tekin fyrir skömmu þegar liðið sigraði sinn riðil í undankeppninni.
[email protected]