Holtaskóli sigraði sinn riðil í Skólahreysti
Hin fjögur fræknu, lið Holtaskóla, gerðu sér lítið fyrir og sigruðu sinn riðil og tyggðu sér því sæti í úrslitum keppninnar sem fram fer fimmtudaginn 28. apríl í Laugardalshöllinni.
Undankeppnin fór fram í gær og var riðillinn skipaður skólum af Reykjanesi og frá Hafnarfirði. Fjöldi nemenda fylgdi liðinu en mikil stemning hefur myndast í kringum þessa keppni undanfarin ár. Lið Holtaskóla skipuðu þau Birkir Freyr Birkisson, Elva Dögg Sigurðardóttir, Eyþór Guðjónsson og Sólný Sif Jóhannsdóttir. Þjálfarar liðsins voru þeir Einar Guðberg Einarsson og Gunnlaugur Kárason.
[email protected]
Hin fjögur fræknu ásamt þjálfurum liðsins, Einari Guðberg Einarssyni til vinstri og Gunnlaugi Kárasyni til hægri.