Holtaskóli sigraði í Skólahreysti í Finnlandi
Liðsmenn Holtaskóla í Skólahreysti gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Skólahreystikeppnina í Finnlandi sem fram fór fyrr í dag. Um var að ræða kynningarmót á vegum Skólahreystis á Íslandi en Holtskælingar kepptu við 14 skóla frá Finnlandi og höfðu sigur úr bítum. Þau Birkir Freyr, Elva Dögg, Eyþór og Sólný Sif áttu góðan dag í áhöldunum og vöktu verðskuldaða athygli fyrir vasklega framgöngu. Unga fólkið var sér og skólanum til mikils sóma í Finnlandi en liðið sigraði eins og kunnugt er keppnina hérlendis nú fyrr í vor.
VF-Mynd: Þau Eyþór, Birkir, Elva Dögg og Sólný eftir sigurinn hér heima í vor