Hólmar til Trellborg
Knattspyrnumaðurinn Hólmar Örn Rúnarsson, leikmaður Keflavíkur, er á förum frá félaginu og mun ganga til liðs við sænska fyrstudeildarliðið Trellborg. Frá þessu er greint á www.keflavik.is
Samkomulag hefur náðst um félagsskipti Hólmars til Trellborg og búið er að ganga frá kaupverðinu og því ekkert til fyrirstöðu af hálfu Keflavíkur að Hólmar geti ekki farið ytra.
Hólmar á sjálfur eftir að semja við Trellborg en hann mun halda til Svíþjóðar í vikunni til viðræðna við félagið.
Hólmar Örn verður 24 ára í vikunni en hann lék fyrst með meistaraflokki Keflavíkur árið 2000. Síðan hefur hann leikið 89 deildarleiki fyrir félagið og skorað í þeim 15 mörk. Hann hefur einnig leikið 15 bikarleiki og skorað þar 4 mörk auk fjögurra Evrópuleikja í sumar. Hólmar hefur verið einn traustasti leikmaður Keflavíkurliðsins undanfarin ár og m.a. leikið alla deildarleiki liðsins síðustu 3 sumur. Hólmar hefur leikið einn leik með U-21 árs landsliðið Íslands.
VF-mynd/ Hómar í leik gegn ÍBV