Hólmar Örn og Guðjón hætta með Víðisliðið
Hólmar Örn Rúnarsson og Guðjón Árni Antoníusson hafa óskað eftir að láta af störfum sem þjálfarar Víðisliðsins í knattspyrnu.
Hólmar Örn hefur þjálfað og leikið með liðinu í tvö ár en Víðismenn féllu í úr annari deild í ár eins og kunnugt er og leika því í þeirri þriðju á næsta ári. Guðjón, sem þjálfaði liðið á undan Hólmari, hefur verið aðstoðarþjálfari hans þessi tvö ár og stýrt líðinu í flestum leikjum þar sem Hólmar hefur verið innan vallar.