Hólmar Örn jafnaði metin fyrir Silkeborg
 Silkeborg og Vejle gerðu 1-1 jafntefli í uppgjöri neðstu liðanna í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson, sem kom inn á sem varamaður, jafnaði metin fyrir Silkeborg í uppbótartíma. Bjarni Ólafur Eiríksson lék allan leikinn í vörn heimamanna.
Silkeborg og Vejle gerðu 1-1 jafntefli í uppgjöri neðstu liðanna í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson, sem kom inn á sem varamaður, jafnaði metin fyrir Silkeborg í uppbótartíma. Bjarni Ólafur Eiríksson lék allan leikinn í vörn heimamanna.
Silekborg er næstneðst í deildinni með 13 stig eftir 25 leiki og er 12 stigum fyrir neðan Viborg, sem er í 3. neðsta sæti. FC Kaupmannahöfn, sem vann Norður-Sjáland 1-0, er langefst með 60 stig og hefur 13 stiga forskot í deildinni.
Heimild: www.ruv.is


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				