Hólmar Örn í landsliðið
Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson hefur valið Keflvíkinginn Hólmar Örn Rúnarsson í A-landslið karla sem mætir Aserbaidsjan í vináttulandsleik þann 20. ágúst. Hómar hefur einu sinni áður verið valinn í landsliðið en það var gegn Spánverjum í undankeppni EM 2008. Hann kom ekki við sögu í þeim leik.
Hólmar er ekki eini nýliðinn í hópnum því Jóhann Berg Guðmundsson, Breiðablik, var einnig valinn en hann verður 18 ára síðar á þessu ári.
Landsliðið er skipað eftirfarandi leikmönnum:
Markmenn:
Kjartan Sturluson
Stefán Logi Magnússon
Varnarmenn:
Hermann Hreiðarsson
Kristján Örn Sigurðsson
Grétar Rafn Steinsson
Ragnar Sigurðsson
Birkir Már Sævarsson
Bjarni Ólafur Eiríksson
Miðjumenn:
Stefán Gíslason
Ólafur Ingi Skúlason
Pálmi Rafn Pálmason
Aron Einar Gunnarsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Sóknarmenn:
Eiður Smári Guðjohnsen
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Marel Jóhann Baldvinsson
Emil Hallfreðsson
Theodór Elmar Bjarnason
Arnór Smárason
Jóhann Berg Guðmundsson
VF-MYND/Þorgils: Hólmar Örn Rúnarsson hefur verið valinn í íslenska landsliðið.