Hólmar og Hörður á heimleið?
Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 eru þeir Hörður Sveinsson og Hólmar Örn Rúnarsson á leið heim til Íslands og munu leika með Keflvíkingum í sumar. Þetta kemur fram á www.visir.is
Báðir eru á mála hjá Silkeborg í Danmörku en þangað fóru þeir frá Keflavík á sínum tíma. Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, vildi hvorki neita þessu né játa í morgun.
Samkvæmt heimildum fréttastofu eiga viðræður sér nú stað á milli Keflavíkur og Silkeborgar. Það er því enn óljóst hvort þeir verði orðnir gjaldgengir fyrir leik Keflavíkur gegn Val á morgun.