Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hólmar í landsliðið
Miðvikudagur 21. mars 2007 kl. 16:18

Hólmar í landsliðið

Knattspyrnumaðurinn Hólmar Örn Rúnarsson hefur verið valinn í íslenska A-landsliðið í knattspyrnu en Eyjólfur Sverrisson gerði í dag tvær breytingar á hópnum.

 

Þeir Hermann Hreiðarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson duttu út úr hópnum sem Eyjólfur tilkynnti í gær en inn komu Hólmar og Indriði Sigurðsson. Þetta er í fyrsta sinn sem Hólmar er valinn í A-landsliðið og er hann þriðji nýliðinn í hópnum. Hólmar er á mála hjá danska liðinu Silkeborg þar sem hann leikur ásamt öðrum félaga sínum frá Keflavík, Herði Sveinssyni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024